Blómalindin - Kaffihornið

Blómalindin - Kaffihornið er staður sem allir ættu að kynna sér á leið sinni um Dalina.

Ferðafólk sem staldra við fær tækifæri til að upplifa ósvikna menningu og tengjast héraðinu og nærliggjandi sveitum á nýjan hátt í gegnum rekjanlega hráefnið sem nýtt er í veitingar, listsköpun heimamanna sem er til sýnis og sölu en ekki síst í gegnum gestgjafann, dalamanninn sem miðlar upplýsingum, tillögum og sögum úr eigin reynsluheimi um svæðið.


Kaffihús Veitingar beint frá býli

Veitingar sem unnar eru úr rekjanlegu hráefni, beint frá býli, nærliggjandi umhverfi og sveitarfélögum. Í boði er það hráefni sem fæst hverju sinni. Lögð er áhersla á súpur, brauð, gott kaffi og meðlæti. Blómalindin - Kaffihornið tekur á móti hópum og einstaklingum sem eiga leið um og í gegnum Dalina.


Skreytingaþjónustu Blómvendir og skreytingar

Blómvendir og skreytingar eru útbúnar og afgreiddar fyrir öll tækifæri hvert á land sem er. Þar fást blóm og árstíðabundnar ræktunarvörur, íslenskar gjafavörur í bland við erlendar. Eigandinn og rekstraraðilinn, Boga Kristín Thorlacius, er blómaskreytir frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi og hefur nær 20 ára reynslu í blómaskreytingum.


Sýningarsvæði

Sýningarsvæði þar sem allir eiga kost á því að sýna allslags listsköpun, handverk, safngripi og/eða það sem tengist öðrum hugðarefnum hvers og eins. Þá hafa nú þegar verið til sýnis málverk, ljósmyndir og annarsskonar handverk og geta gestir og gangandi droppað við og séð hvað er í boði hverju sinni.


Annað

Þvottavél og þurrkara fyrir þá sem þurfa á slíkri þjónustu að halda ásamt fríu netsambandi. Það er því tilfalið fyrir fólk á förnum vegi að skella í eina-tvær vélar, drekka kaffi og vafra um á netinu á meðan þvottavélin vinnur.